Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Þriðji Laugardagur í Gormánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. ágúst. 2014 10:22

Sveitarstjórn heimilar tveimur leikskólum að taka inn 12 mánaða börn

Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti á fundi sínum fyrr í þessum mánuði tillögu fræðslunefndar um að leikskólarnir Andabær á Hvanneyri og Hraunborg á Bifröst fái að taka til vistunar 12 mánaða börn. Leikskólar í sveitarfélaginu taka að jafnaði ekki inn börn fyrr en þau eru orðin 18 mánaða. „Við vonum að ákvörðun þessi hafi jákvæð áhrif fyrir aðsókn í háskólana tvo á þessum stöðum og samfélögið sem þeir starfa í. Dagvistun ungra barna er vandamál víða og t.a.m. þurfa börn að vera orðin tveggja ára í Reykjavík til að komast á leikskóla,“ segir Guðveig Eyglóardóttir formaður fræðslunefndar Borgarbyggðar í samtali við Skessuhorn.

 

 

 

Í þessu sambandi er gaman að geta þess að veruleg aukning hefur orðið í fæðingum í uppsveitum Borgarfjarðar á þessu ári. Séra Geir Waage í Reykholti tjáði blaðamanni að hann hefði fengið að skíra sjö börn á einni viku nú fyrr í ágúst og væri það einsdæmi í preststíð hans í Reykholti, sem nú spannar 35 ár. Þá sé enn von á talverðum fjölda barna í héraðinu næsta misserið. Guðveig Eyglóardóttir kveðst einnig fagna þessari þróun. „Þetta eru miklir gleðigjafar í samfélagið okkar,“ sagði hún.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is