Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Þriðji Laugardagur í Gormánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. ágúst. 2014 06:01

Íslandsmeistaramót í spuna fyrirhugað í Frystiklefanum

Fyrsta Íslandsmeistaramótið í spuna verður haldið í Frystiklefanum um aðra helgi, dagana 29. - 30. ágúst. Spuni nýtur mikilla vinsælda meðal sviðslistamanna af yngri kynslóðinni og má segja að þetta sé listgrein sem líkja má við íþrótt. „Þetta er keppni í leikhússporti. Þetta virkar þannig að lið keppa í að spinna stuttar senur út frá uppástungum frá áhorfendum. Svo eru gefin stig eftir ákveðnum leiðum, svo sem eftir skemmtanagildi, tækni og fleiru,“ segir Kári Viðarsson eigandi Frystiklefans í samtali við Skessuhorn. Mótið er ekki einungis hugsað fyrir leikara heldur er einnig leitað að myndlista- „spinnurum“, hagyrðingum og röppurum. Allir þurfa þó að geta spunnið eftir áskorun úr salnum. „Það hafa verið haldin svona mót í Reykjavík en þetta er í fyrsta sinn sem opinbert Íslandsmót er haldið í spuna. Allir geta tekið þátt, þetta er gaman fyrir alla - bæði áhorfendur og þátttakendur,“ segir Kári. Þeir sem hafa áhuga á að skrá sig geta haft samband við Gunnar Smára Jóhannesson í síma 663-1992 eða Stefán Ingvar Vigfússon í síma 898-9369. Eða með tölvupósti á gunnarsmari460@gmail.com  eða stefán.vigfusson@gmail.com

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is