Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. ágúst. 2014 02:49

Fyrsta steypan í ÞÞÞ húsið í dag

Byggingarframkvæmdir á nýju athafnasvæði bifreiðastöðvar ÞÞÞ á Akranesi hófust á dögunum. Í dag var fyrsta steypan á byggingarstað við Smiðjuvelli. Steypt var undir og milli forsteyptra sökkuleininga í húsinu. Húsið verður að mestu byggt úr einingum frá Smellinn sem hefur umsjón með byggingu hússins samkvæmt samningi. Það eru iðnaðarmenn frá Sjamma ehf á Akranesi sem sjá um uppslátt og steypuvinnu en þakefni kemur frá Límtré Vírneti í Borgarnesi.

 

 

 

Nýja ÞÞÞ húsið verður alls um 1700 fermetrar að stærð á 1450 fermetra grunnfleti. Athafnarýmið á Smiðjuvöllum 15 verður um 11.500 fermetrar, heldur minna en að Dalbraut 6 þar sem ÞÞÞ hefur verið síðustu 20 árin, en fyrirtækið var stofnað árið 1927. Þórður Þ Þórðarson framkvæmdastjóri segir að fyrirtækið eigi samkvæmt samningi að fá húsið afhent í nóvember næstkomandi og ÞÞÞ muni flytja á nýjan stað fyrir eða um áramótin. Þórður segir að vonandi verði hægt að aka jarðefnum í grunn hússins strax í næstu viku og svolítil seinkun á framkvæmdaáætlun muni vinnast upp í framhaldi af því. Þórður segir að forsvarsmönnum fyrirtækisins lítist vel á nýtt svæði á Kalmansvöllum, þótt það hefði vissulega mátt vera heldur stærra, en þetta yrði að duga, sagði Þórður.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is