Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. ágúst. 2014 11:35

Bæjarstjóri hvetur forstöðumenn til að hagræða sem mest

Sturla Böðvarsson bæjarstjóri hefur sent opið bréf til forstöðumanna stofnana Stykkishólmsbæjar. Það hvetur hann þá til að hagræða sem mest þeir mega í rekstri stofnana það sem eftir lifir þessa árs. Samkvæmt fjármálareglum sem sveitarfélögum eru settar þurfa þau að sýna hagnað samanlagt í þrjú ár. Ekki sé útlit fyrir að það mark náist árin 2012-2014 í Stykkishólmi og því þurfi að bregðast skjótt við.

Sturla segir m.a. í bréfi sínu: „Samkvæmt fjárhagsáætlun ársins 2014 sem samþykkt var 12. desember 2013, og ársreikningum áranna 2012 og 2013, blasir við að bæjarsjóður stenst ekki þá kröfu reglugerðarinnar að þessi þrjú ár skili rekstrarafgangi. Til þess að ná jöfnuði hefði bæjarsjóður (A og B hluti) þurft að skila meiru en 14 milljónum í afgang árið 2014. Samkvæmt fjárhagsáætlun þessa árs átti bæjarsjóður að skila rúmum 2 milljónum í afgang sem dugar ekki til þess að standast kröfur reglugerðarinnar. Það sem af er þessu ári hafa tekjur aukist lítillega umfram áætlanir. Rekstrarútgjöld munu hinsvegar aukast og veldur þar mestu áhrif nýrra kjarasamninga, ákvarðanir um ný verkefni og fjölgun starfsmanna. Það blasir því við að jöfnuður mun ekki nást á þessu ári nema dregið verði umtalsvert úr útgjöldum og framkvæmdum jafnframt frestað það sem eftir er ársins.“

 

 

 

Biðlar Sturla til stjórnenda að leita allra leiða til þess að draga úr kostnaði og finna leiðir til þess að hagræða í rekstri bæjarins. „Allar tillögur í þeim efnum eru vel þegnar og er hér með kallað eftir þeim. Á næstunni mun ég heimsækja allar stofnanir og funda með stjórnendum  til þess að fá sem besta yfirsýn um rekstur Stykkishólmsbæjar. Það er von mín að okkur megi takast að snúa vörn í sókn og skapa skilyrði til þess að auka tekjur og draga sem mest úr útgjöldum, en nýta þá fjármuni sem eru til ráðstöfunar til aðgerða sem gera bæjarfélagið betur í stakk búið til nýsköpunar og vaxtar.“

 

Sjá bréf bæjarstjóra HÉR.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is