Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. ágúst. 2014 03:01

Nýtt Frísbígolffélag vill folfvöll í Grundarfirði

Ekkert lát virðist ætla að verða á vinsældum folfs en útbreiðsla þessarar nýju íþróttar hefur breiðst um eins og eldur í sinu síðustu misserin. Fyrr í vikunni var fimmti folfvöllurinn opnaður í Reykjavík. Nýverið var einnig greint frá því að Sjentilmenn hyggjast setja upp folfvöll á Bifröst. Nú hafa tveir enskukennarar í Fjölbrautaskóla Snæfellinga, þeir Loftur Árni Björgvinsson og Hafsteinn Mar Sigurbjörnsson lagt fram beðni til bæjaryfirvalda í Grundarfirði um styrk til að gera slíkan völl þar í bæ. Bæjarráð tók fyrir á síðasta fundi sínum bréf frá nýstofnuðu Frisbígolffélagi Grundarfjarðar (FFG) um málið. Segir í fundargerð að bæjarráði lítist vel á hugmyndina og felur skipulags- og byggingafulltrúa frekari útfærslu á henni í samvinnu við FFG. Blaðamaður Skessuhorns ræddi við þá Loft Árna og Hafstein Mar, forsprakka hins nýstofnaða félagsins í Grundarfirði og hvatamenn að nýja vellinum. Lesa má spjall við þá í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is