Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. ágúst. 2014 06:01

Nýr erlendur körfuknattleiksleikmaður til ÍA

Ekkert verður af því að hinn knái Jamarco, sem átti magnað tímabil með körfuknattleiksdeild ÍA á síðustu leiktíð, komi aftur til félagsins. Hann er að leita sér að stærra verkefni fyrir komandi tímabil. ÍA hefur því samið við annan bandarískan leikmann fyrir komandi tímabil í 1. deildinni. Sá er Íslendingum þó ekki að öllu ókunnugur en hann ber nafnið Robert Jarvis og lék með ÍR í efstu deild undir lok tímabils 2010 og svo tímabilið 2011/2012. Þar var hann með 23,8 stig, tók 4 fráköst og átti 4,4 stoðsendingar að meðaltali í leik og rúmlega 40% þriggja stiga nýtingu. Jarvis er í Houston árið 1987 er 180cm á hæð. Hann spilar stöðu leikstjórnanda. Háskólaárunum eyddi Jarvis með Oral Roberts í NCAA I deildinni þar sem hann var með 17,2 stig að meðtali í leik á lokaári sínu og með 34% þriggja stiga nýtingu.  Á atvinnumanna ferli sínum hefur Jarvis m.a. leikið í Ungverjalandi, Póllandi, Mexíkó auk Íslands en einnig hefur hann spilað í NBA D-League. „Hann er vanur að vera í hlutverki skorara og leiðtoga í sínum liðum og mun að öllum líkindum fá það hlutverk hjá ÍA á Akranesi í vetur,“ segir í frétt körfuknattleiksdeildar.

 

Fyrsti leikur tímabilsins hjá ÍA verður útileikur gegn Breiðablik 10. október en fyrsti heimaleikurinn er á móti Þór frá Akureyri 17. október.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is