Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. ágúst. 2014 08:01

Ekið verður meðal annars um Kaldadal í Rallý Reykjavík

Dagana 28. - 30. ágúst fer fram fjórða umferðin á Íslandsmeistaramótinu í rallý. Alþjóðarallið sem í daglegu tali er kallað Rallý Reykjavík er það 35. í röðinni. Meðal annars verður ekið um Borgarfjörð á lokadegi keppninnar. Þessi keppni er frábrugðin öðrum rallýkeppnum ársins því hún tekur yfir þrjá daga í stað eins til tveggja. Þeir TímOn-félagar á Subaru; Aðalsteinn Símonarson úr Borgarnesi og Baldur Haraldsson frá Sauðárkróki, mæta galvaskir til keppni með 16 stiga forskot eftir sigur í síðustu keppni. Munu þeir hefja keppnina fyrstir í rásröð með Íslandsmeistara síðasta árs, Henning og Árna, næsta á eftir sér. Takist þeim Aðalsteini og Baldri að sigra í þessarri keppni eru þeir öruggir með Íslandsmeistaratitilinn í ár, en hvorki Skagfirðingi né Borgfirðingi hefur áður tekist að landa þeim eftirsótta titli.

 

 

 

Leikar hefjast seinnipart fimmtudagsins 28. ágúst í nágrenni Reykjavíkur en endað í Glaðheimum í Kópavogi. Er það þriðja árið sem ekið er svokölluð áhorfendaleið um Glaðheima, en hún þykir skemmtileg fyrir áhorfendur sem vilja fylgjast með. Föstudagurinn 29. ágúst er langur dagur fyrir áhafnir keppnisbílanna og þjónustulið þeirra en dagurinn hljóðar upp á 512 km í akstri. Lagt verður af stað kl. 07 úr Reykjavík og halda að Heklu. Ekið verður í kringum hana en endað eins og kvöldið áður í Glaðheimum í Kópavogi.

 

Laugardagurinn hljóðar upp á 335 km akstur. Fyrsta leið er um Hengilssvæðið, síðan er haldið upp í Borgarfjörð, m.a. upp á Kaldadal. Á þeirri leið er allra veðra von. Ekki er nema ár síðan einungis var hægt að aka hálfan Kaldadalinn vegna óvæntrar snjókomu, en Kaldidalur er þriðji hæsti fjallvegur landsins, liggur 720 metra yfir sjó. Leiðirnar verða síðan eknar til baka og endað við Djúpavatn um kl. 14:30. Fyrir Borgfirðinga er auðvelt að aka yfir Uxahryggina og sjá keppendur og bíla þeirra annað hvort á Tröllhálsinum eða á Kaldadal.

 

Það verða 18 áhafnir sem mæta til leiks í keppnina, þar af fimm erlendar áhafnir frá breska hernum. Verður fróðlegt að fylgjast með hvernig þeim gengur en jepparnir eru með stýrið hægra megin. Skapar það oftar en ekki skemmtilegt fát og fum starfsmanna tímavarðastöðvanna. Munu jepparnir aka síðastir, en það er gert af öryggisástæðum þar sem þeir eru hægari en venjulegir rallýbílar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is