Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. ágúst. 2014 08:01

Kafgras slegið við vegkantana

Eitt af þeim verkefnum sem Vegagerðin hefur haft á sinni könnu um árabil er að slá grasið við kanta þjóðvega landsins. Lengi vel hefur það trúlega verið búfénaðurinn sem víða hélt grasvextinum við vegina í skefjum, en eftir að Vegagerðin girti þá af hefur reynst nauðsynlegt að slá grasið við vegkantana til að þeir safni síður að sér snjó á veturna. Þegar blaðamaður Skessuhorn var á leið í Dalina sl. föstudag var einmitt verið að slá. Starfsmaður Vegagerðarinnar, Ólafur Guðjónsson bóndi á Leikskálum í Laxárdal, var að slá meðfram veginum rétt sunnan Erpsstaða. „Það er langt síðan grasið hefur verið svona mikið við kantana eins og núna. Það er venjulega um þetta leyti, síðsumars eða að haustinu, sem við förum í þetta verk og það mátti ekki seinna vera núna svo að stikurnar hyrfu ekki í grasið,“ sagði Ólafur. Hann bætti við að það væri nauðsynlegt út frá umferðaröryggi að slá við kantana. „Það er verra að sjá sauðfé þegar grasið er orðið svona mikið, ef það leynist í köntunum. Ef grasið væri ekki slegið fyrir veturinn myndi það síðan virka eins og snjógirðingar á einstaka stöðum þar sem snjósöfnun á sér stað.“  

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is