Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. ágúst. 2014 01:01

Þriðjungur íbúa Vesturlands er í skóla

Nú í ágústmánuði setjast þúsundir nemenda á öllum skólastigum á skólabekk um land allt. Leikskólar komu fyrstir úr fríi eftir verslunarmannahelgina og hafa nú flestir skólar á efri skólastigum einnig verið settir. Samkvæmt samantekt Skessuhorns verða nú 974 nemendur í leikskólum á Vesturlandi í haust sem er nánast sami fjöldi og var í fyrrahaust. Um 2.290 nemendur eru skráðir í nám í grunnskólum á Vesturlandi og er það fækkun um 90 nemendur frá síðasta hausti. Einnig hefur nemendum sem skráðir eru til náms í framhaldsskólunum þremur á Vesturlandi fækkað lítilsháttar á milli ára. 922 nemendur eru skráðir í ár en haustið 2013 voru 990 nemendur innritaðir. Þá eru á sjötta hundrað nemendur skráðir til náms í haust í háskólunum tveimur á Vesturlandi, á Bifröst og Hvanneyri. Af framangreindu sést að um 4700 nemendur í fullu námi munu setjast á skólabekk á Vesturlandi í haust, á skólastigum frá leikskóla til háskóla. Auk þess mun fjöldi fólks stunda nám við endurmenntun hjá ýmsum menntastofnunum á Vesturlandi, svo sem Símenntunarmiðstöðinni og endurmenntunardeildum háskólanna, auk þeirra sem stunda fjarnám annarsstaðar. Samkvæmt þessu er um þriðjungur íbúa Vesturlands í skóla.

 

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is