Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Þriðji Laugardagur í Gormánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. ágúst. 2014 03:23

Hljómsveitir á Akranesi styrkja Ragnar Egilsson

Björn Lúðvíksson, eða Bjössi Lú eins og hann er jafnan kallaður, stóð í sumar fyrir tónlistarmarkaði líkt og sagt var frá í Skessuhorni í síðasta mánuði. Þar bauð hann upp á plötur og diska með tónlist sem Skagamenn hafa gefið út eða komið að. Tónlistarmarkaðurinn, sem haldinn var 26. júlí síðastliðinn í tengslum við Matar- og antikmarkaðinn við Akratorg, gekk vel og var vel sóttur. „Þetta gekk alveg ágætlega, markaðurinn var vel sóttur og það var þokkaleg sala. Það voru margir ánægðir með að þetta skyldi hafa verið sett upp og einhverjir fengu þarna plötur sem þeir höfðu lengi leitað að,“ segir Bjössi um markaðinn.

 

 

 

Fjöldi tónlistarmanna tók þátt í markaðinum og voru í kringum 35 titlar til sölu. Tvær af þeim hljómsveitum sem seldu plötur sínar á markaðinum ákváðu að gefa allan ágóða af sölunni til góðgerðarmála. „Þetta eru hljómsveitirnar Panil og Hark sem ætla að gefa ágóðann af sölunni. Hark var starfandi fyrir um fimm árum og gaf út plötu sína árið 2009. Hljómsveitin Panil gaf út plötuna „Trailer Park“ árið 2003 og var starfandi í nokkur ár í kringum þann tíma. Allar plötur hljómsveitarinnar voru uppseldar fyrir markaðinn og ákváðu þeir því að endurútgefa plötuna af þessu tilefni. Það seldist allt upp og líka þessi eintök sem Hark átti eftir af sínu upplagi. Þetta eru hljómsveitir sem voru vinsælar hér í bænum og spiluðu mikið á litlum tónleikum hér og þar á Skaganum,“ segir Bjössi.

 

Hljómsveitirnar hafa nú ákveðið að gefa söluna í Styrktarsjóð Ragnars Egilssonar. Ragnar slasaðist illa í mótorhjólaslysi rétt fyrir utan Akranes í júnímánuði og er lamaður fyrir neðan háls eftir slysið. „Strákarnir í þessum hljómsveitum vildu að ég kæmi peningunum á framfæri fyrir þeirra hönd og vildu hvetja aðra til að hugsa til fjölskyldu Ragnars,“ útskýrir Bjössi Lú.

 

Reikningur Styrktarsjóðs Ragnars Egilssonar er:

0186 - 26 - 10224. Kt. 480814-0370.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is