Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. ágúst. 2014 06:01

Góður árangur SamVest í Bikarkeppninni

Samstarfsverkefnið í frjálsum íþróttum á Vesturlandi, Vestfjörðum og Ströndum, SamVest, heldur áfram að þróast. Í fyrra sendi SamVest lið í fyrsta skipti í Bikarkeppni FRÍ 15 ára og yngri en þá tókst ekki að manna þátttakendur í allar keppnisgreinar. Bikarkeppnin í þessum aldurflokki fór fram á Varmá í Mosfellsbæ sl. sunnudag. Að þessu sinni sendi SamVest fullmannað lið og stóð Vesturlandsliðið sig vel, varð í 6. sæti í heildina og komust strákarnir á pall, lentu í 3. sæti með 54 stig. Deildu þeir sæti með HSK og fengu einu stigi meira en FH. Bestum árangri keppenda SamVest náði Jamison Ólafur Johnson HSS sem varð annar í 1500 metra hlaupi og þriðji í kringlukasti. Saga Ólafsdóttir HHF varð önnur í hástökki, Vignir Smári Valbergsson UDN þriðji í spjótkasti og Arnar Smári Bjarnason UMSB þriðji í 100 metra hlaupi. Arnar Smári hljóp á 12,47 sek sem er nýtt héraðsmet í flokki 14 ára og yngri.

 

 

 

Alls tóku níu lið þátt í Bikarkeppninni og keppendur voru alls 148. Gefið var frá níu stigum niður í eitt stig eftir sætaskipan fyrir hverja grein. Það var a-lið ÍR sem sigraði í Bikarkeppni FRÍ 15 ára og yngri, hlaut samtals 152 stig. Í öðru sæti var sveit FH með 128 stig og sameiginlegt lið Fjölnis og Aftureldingar varð í þriðja sæti með 123,5 stig. FH sigraði í stúlknaflokki en ÍR í piltaflokki. Lið Fjölnis og Aftureldingar varð í öðru sæti i piltaflokki með 59,5 stig og SamVest og HSK þar skammt undan. A-lið ÍR varð í öðru sæti í stúlknaflokki með 73 stig en Fjölnir/Afturelding í því þriðja með 64 stig.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is