Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. ágúst. 2014 02:27

Háskólalestin verður í Ólafsvík og Grundarfirði í vikulokin

Háskólalest Háskóla Íslands heimsækir Snæfellsnes um næstu helgi með fjölbreytta dagskrá fyrir alla aldurshópa.  Með í för verða fulltrúar norrænna mennta- og vísindastofnana sem hyggjast í framhaldinu setja á fót svokallaða þekkingarlest í heimalandi sínu. Í ferðum Háskólalestarinnar er lögð er áhersla á lifandi og litríka dagskrá og vísindamiðlun fyrir alla fjölskylduna og eru allir viðburðir ókeypis. Lestin verður á Snæfellsnesi dagana 29. og 30. ágúst, í Ólafsvík og Grundarfirði. Föstudaginn 29. ágúst sækja nemendur í efstu bekkjum Grunnskóla Snæfellsbæjar og Grunnskóla Grundarfjarðar námskeið í Háskóla unga fólksins í eðlisfræði, japönsku, stjörnufræði, blaða- og fréttamennsku, næringarfræði, hugmyndasögu, Legó forritun, jarðfræði og vísindaheimspeki. Kennt verður í Ólafsvík.

 

 

Laugardaginn 30.ágúst verður síðan slegið upp veglegri vísindaveislu í Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði kl. 12 til 16 og þangað er öllum heimamönnum boðið. Þar verða meðal annars magnaðar sýnitilraunir, japanskir búningar og skrautskrift, leikir og þrautir, ýmis tæki og tól, furðuspeglar, mælingar og alls kyns óvæntar uppgötvanir.  Fyrirtæki í heimabyggð kynna einnig starfsemi sína og heilmargt annað verður í boði. Sprengjugengið landsfræga er með í för og sýnir kl. 12.30 og 14.30 og sýningar verða í hinu sívinsæla stjörnutjaldi á 30 mínútna fresti.

 

Dagskrá Háskólalestarinnar í Grundarfirði er öllum opin, aðgangur ókeypis  og allir velkomnir.  

 

Háskólalestin hefur ferðast um Ísland frá árinu 2011 við miklar vinsældir og hefur lestin fengið einstakar móttökur um land allt. Þar eru í boði valin námskeið úr Háskóla unga fólksins fyrir grunnskólanemendur en auk þess mun lestin í ár teygja sig yfir á leikskóla- og framhaldsskólastig með Biophilia tónvísindasmiðjur. Að auki er slegið upp litríkum vísindaveislum fyrir alla aldurshópa með stjörnuveri, sýnitilraunum, alls kyns skemmtilegum tækjum, tólum og óvæntum uppgötvunum að ógleymdum sýningum með Sprengjugenginu landsfræga.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is