Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. ágúst. 2014 10:07

Landburður af makríl úr Breiðafirði

Mokveiði er nú hjá makrílbátum sem róa frá Snæfellsbæ. Í gær var sannkallaður landburður hjá flestum bátnum, að sögn Gunnars Bergmann Traustasonar innkaupastjóra hjá Frostfiski. „Við tökum afla af sjö bátum og ég áætla að hver bátur landi um sjö tonnum í kvöld,“ sagði Gunnar þegar fréttaritari Skessuhorns ræddi við hann á höfninni í gærkveldi. Hann segir að aflinn gæti allt eins verið meiri miðað við fréttir sem honum hafa borist af miðunum. Bátarnir hafa haldið sig út af Skarðsvík og alveg innundir innsiglinguna í Rif og mátti sjá um 20 báta í einum hnapp þar í gærkveldi.

Þórður Björnsson hafnavörður í Ólafsvík segir í samtali við Skessuhorn að aflinn sé mjög góður, sumir bátarnir hafi landað snemma í gær allt að níu tonnum og farið síðan út aftur. „Fram til dagsins í dag hafa verið landað í höfnum í Snæfellsbæ 3.070 tonnum af makríl og er um 62% af makrílbátum landsins sem róa héðan,“ segir Þórður.

 

Höskuldur Árnason skipstjóri á Júlla Páls SH frá Ólafsvík var að landa tíu tonnum af makríl sem fékkst út af Skarðsvíkinni þegar við hittum á hann í gærkveldi. „Þetta er algjört ævintýri,“ sagði Höskuldur. „Við fylltum í öll kör og ílát sem fundust um borð. Það lá við að sækja þyrfti pottana hjá kokknum til þess að koma öllum þessum afla fyrir í bátnum,“ sagði Höskuldur léttur í bragði.

 

Meðfylgjandi myndir tók Alfons Finnsson á bryggjunni í gær.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is