Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. ágúst. 2014 12:59

Skógarmítils verður vart í Ólafsvík

Skógarmítill, blóðsuga sem leggst á spendýr og fugla, hefur nú í fyrsta skipti fundist í Snæfellsbæ. Var ólánssamur köttur í eigu Örvars Marteinssonar sjómanns sem blóðsuga þessi festi sig við. Skógarmítill hefur verið að gera vart við sig hér á landi á síðustu misserum en fyrst í vor var landnám hans staðfest. Vitað er fólk hefur sýkst af völdum mítilsins hérlendis. Smit frá pöddunni getur valdið sjúkdómi sem heitir Lyme (Borrelia burgdorferi) og leggst á taugakerfi fólks. Lyme getur verið ólæknandi greinist hann ekki strax. Þá getur hann einnig valdið heilabólgum. Vitað er að Íslendingar hafa sýkst af Lyme af völdum skógarmítilsbits í Svíþjóð og víðar erlendis.

 

 

 

Mítill þessi kemur sér fyrir á kvistum og stráendum og bíður eftir að ólánsskepna, eða maður, gangi framhjá og krækir sig þá fastan í viðkomandi. Þannig hefur verið sagt að skógarmítill sé í raun „puttalangur“ sem húkkar sér far með spendýrum eða fuglum. Skordýrafræðingar segja þó að mannfólkið sé líklegast neyðarbrauð mítilisins sem oftast leggst á kindur, hunda, ketti og önnur dýr. Mítillinn er fremur stór af svona pöddum að vera og sést greinilega á húð.

 

Einkenni eftir bit skógarmítils eru augljós. Hringlaga roði myndist á húðinni en það getur tekið þrjá til þrjátíu daga fyrir roðann að dreifa sér. Stuttu síðar getur farið að bera á þreytu, hrolli og höfuðverk ásamt vöðva- og liðverjum sem varað geta vikum saman. Sýkingin getur jafnframt valdið viðvarandi liðbólgum. Sýklalyf eru gefin við sýkingunni, en ef hún svarar ekki við meðferðinni þarf stundum að gefa bólgueyðandi lyfjameðferð. Miklu skiptir hvernig paddan er fjarlægð af húð, verði hennar vart. Með að toga hana varlega út eða snúa henni um leið getur hún átt það til að spýta eitri inn fyrir húð viðkomandi. Sagt er að best sé að vefja pinsettu um pödduna og ná henni af húðinni með snöggri hreifingu. Gott er að bera feiti eða vaselín á pöddu sem byrjuð er að bora sér í húðina. Dettur hún þá jafnvel sjálf af húðinni. Rétt er að fram komi að skógarmítilsbit þarf ekki endilega að þýða að um sýkingu verði að ræða í viðkomandi. Ýmsar leiðbeiningar um skógarmítil má finna á Netinu með að slá inn leitarorðin „Borrelia burgdorferi.“

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is