Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. ágúst. 2014 03:23

Siglingar yfir Breiðafjörð munu falla niður um tíma vegna leyfismála

Sæferðir í Stykkishólmi festu fyrr í sumar kaup á stærri farþegaferju til að leysa núverandi Baldur af hólmi. Nýja skipið heitir Vaagan og var smíðað árið 1979. Það hefur verið í siglingum við við Norður Noreg alla tíð og er heimahöfn þess nú í Narvik. Það er tæplega 70 metra langt, eða sjö metrum lengra en núverandi Baldur og tekur í lest 55 hefðbundna fólksbíla, en færri ef flutningabílar eru með í ferð. Skipið er útbúið fyrir 300 farþega og eru í því þrír farþegasalir. Ganghraði skipsins er allt að 13 sjómílur á klst. Eins og komið hefur fram í Skessuhorni hafa Sæferðir unnið að því í talsverðan tíma að finna stærri ferju vegna vaxandi umferðar ferðafólks og vöruflutninga yfir Breiðafjörð. Nú er hins vegar útlit fyrir að Breiðafjörðurinn verði án ferju um nokkurn tíma þegar vika verður liðin af september vegna ágreinings um túlkun regluverks milli Sæferða og siglingamálayfirvalda. Búið er að vísa málinu til Innanríkisráðuneytisins og óskað flýtimeðferðar.

 

 

 

Fram kemur í tilkynningu frá Sæferðum, sem send var út í gær til viðskiptavina fyrirtækisins, að skipið Vaagan uppfylli án kvaða allar norskar reglur varðandi siglingar á sambærilegum hafsvæðum og Breiðafjörður. Einnig samræmdar Evrópureglur sem íslensk siglingayfirvöld miða sig almennt við. Búið var að semja um kaup á nýja skipinu og gert ráð fyrir afhendingu þess í lok júlí. Búið er að leigja gamla Baldur til afleysinga fyrir Herjólf frá og með 6. september næstkomandi í allt að mánuð. Nú er hins vegar útlit fyrir að tafir verði á afgreiðslu innflutningsleyfis fyrir Vaagan sem mun þýða að engin ferja verður til að sinna áætlunarferðum yfir Breiðafjörð. Útlit er því fyrir að 6. september falli ferjusiglingar þar niður í einhverja daga, eða þar til nýja ferjan kemur til landsins.

 

Þrátt fyrir að nýja ferjan uppfylli allar norskar og evrópskar reglur og þar með taldar íslenskar reglur, virðist sem verið sé að beita Sæferðir óljósum hindrunum á innflutningi skipsins, segir í tilkynningu frá Sæferðum. Þá segir að Sæferðir hafa óskað eftir útskurði Innanríkisráðuneytisins í málinu en því miður sé ljóst að þessi töf muni valda því að ekki takist að koma norsku ferjunni í áætlun á tilsettum tíma þegar tæp vika verður liðin af september. Þó er vonast til að einungis fárra daga töf verði á afgreiðslu málsins.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is