Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. ágúst. 2014 09:01

Aska úr Eyjafjallajökli notuð við gerð sælureits í Rifi

Unnið var að því í vikunni sem leið að fegra umhverfið við höfnina í Rifi. Malarplan sem staðið hefur nánast ónotað síðan höfnin var gerð hefur nú fengið nýtt hlutverk. Búið er að grafa á staðnum og búa til hóla sem mynda skjólvegg fyrir sælureit við höfnina. Þar verða svo sett upp söguspjöld þar sem vegfarendur geta lesið sig til um höfnina og svæðið í kring.

Starfsmenn verktakafyrirtækisins Stafnafells hófu framkvæmdir síðasta miðvikudag og er svæðið þegar farið að taka á sig aðra mynd. Að sögn Bjarna Vigfússonar, eiganda Stafnafells, gengur vel að fegra svæðið enda grasþökurnar í sælureitnum einstaklega góðar. „Grasþökurnar koma af Suðurlandi, nánar tiltekið undan Eyjafjallajökli og eru fullar af næringarríkri ösku úr gosinu 2011. Askan virkar eins og besti áburður og því verða þökurnar fljótar að festa sig,“ segir Bjarni. Stefnt er að því að framkvæmdum á svæðinu ljúki nú í vikunni.

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is