Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. ágúst. 2014 09:01

Hinir reyndu taka að sér hlutverk hins óformlega leiðtoga

Dr. Sigrún Lilja Einarsdóttir, lektor við Háskólann á Bifröst hefur birt ritrýnda grein í í hinu virta tímariti British Journal of Music Education sem gefið er út af Cambridge University Press.  Greinin ber heitið ,,‘Leaders,’ ‘followers’ and collective group support in learning ‘art music’ in an amateur composer-oriented Bach Choir” og fjallar um hvernig kórsöngvarar upplifa samvinnu sín á milli við æfingar á flóknum söngverkum og hvernig sú samvinna leiði til óformlegrar ‘stigskiptingar’ innan hópsins. Stigskiptingin felist í því hvernig hinir reyndari söngvarar taka að sér hlutverk hins óformlega leiðtoga til stuðnings hinna reynsluminni og hvernig slík samvinna geti leitt til betri framvindu við æfingar og þ.a.l. aukinna gæða á tónlistarflutningi. Þannig sé kórsöngur dæmi um vettvang fyrir ‘óformlega tónlistarmenntun’ sem byggir á svipuðum grunni og hefðbundin jafningjafræðsla. Niðurstöður gefa jafnframt til kynna að mismunandi erfiðleikastuðull á efnisvali kóra geti skapað ákveðin vandamál sem forsvarsmenn og stjórnendur kóra þurfi að hafa í huga. Flókin tónlistarverk geti virkað fráhrindandi á hina reynsluminni (og staðið nýliðun fyrir þrifum) en aftur á móti getur of mikil áhersla á léttmeti í efnisvali fælt frá hina óformlegu leiðtoga; einkum þá sem sækjast eftir áskorunum í tónlistarflutningi og tækifærum til þess að þróa og bæta eigin getu í tónlist. 

Sigrún Lilja er með doktorspróf í félagsfræði frá Háskólanum í Exeter í Englandi en sérsvið hennar er tónlistarfélagsfræði. Sigrún varði doktorsritgerð sína í september 2012 en meginviðfangsefni doktorsverkefnis hennar innihélt tónlistarfélagsfræðilega tilviksrannsókn á flutningi ensks Bach-kórs á H-moll messunni eftir J. S. Bach. Leiðbeinandi Sigrúnar var Dr. Tia DeNora, prófessor í félagsfræði og leiðandi fræðimaður á heimsvísu á sviði tónlistarfélagsfræði.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is