Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Þriðji Laugardagur í Gormánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. ágúst. 2014 12:06

Vestlendingar eru stoltir af strákunum

Það má með sanni segja að síðasti miðvikudagur hafi verið stór í íþróttalegu tilliti fyrir Vestlendinga. Fyrst ber að nefna að íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik gerði sér lítið fyrir og tryggði þátttökurétt sinn á EM í körfubolta í fyrsta skipti. Í liðinu gegndu stórum hlutverkum Vestlendingarnir Hlynur Bæringsson, Sigurður Þorvaldsson og Pavel Ermolinskij. Við sögu kom auk þess Borgfirðingurinn Arnar Guðjónsson úr Reykholti sem er annar af tveimur aðstoðarþjálfurum landsliðsins í körfu. En þar með er ekki öll sagan sögð um ánægjuleg tíðindi þessa dags. Yngri bróðir Arnars; Helgi Guðjónsson, landaði ásamt félögum sínum í U15 landsliði Íslands í knattspyrnu, bronsverðlaunum á Ólympíuleikum æskunnar. Helgi var jafnframt markahæstur íslensku strákanna, skoraði meðal annars þrennu í einum leiknum þrátt fyrir að koma ekki inná fyrr en eftir hálfleik.

 

Árangur allra þessara pilta er stórglæsilegur. Skessuhorn óskar þeim til hamingju.

 

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is