Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. ágúst. 2014 02:01

Fyrrum ellideild breytt í kvikmyndaver í tvo daga

Eins og glöggir íbúar á Akranesi tóku eftir var mikið um að vera í kringum sjúkrahúsið á Akranesi dagana 22. og 23 ágúst síðastliðinn, á föstudag og laugardag. 40 - 50 bílum af öllum stærðum og gerðum var lagt í kringum sjúkrahúsið og á Heiðarbrautinni og var varla hægt að sjá á milli þeirra. Þarna áttu sér stað tökur á nýrri erlendri sjónvarpsröð, Sense8. Serían er framleidd fyrir Netflix og áætlað er að hún komi út árið 2015, segir á vef Wikipedia. Samkvæmt heimildum Skessuhorns var það framleiðslufyrirtækið True North sem aðstoðaði tökuliðið hér á landi og er um viðamikla framleiðslu að ræða. Leikstjórar í þáttaröðinni eru Wachowski systkinin, sem eru vel þekkt í Hollywood þar sem þau leikstýrðu og skrifuðu meðal annars Matrix kvikmyndirnar ásamt fleiri þekktum kvikmyndum. Aðalleikarar í Sense8 eru Daryl Hannah og Naveen Andrews. Hannah hefur leikið í fjölmörgum þekktum myndum á ferli sínum, svo sem Blade Runner, Splash og Kill Bill. Andrews er þekktastur fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttaröðinni Lost, sem sýnd var á RÚV fyrir nokkrum árum.

 

Um 200 manns komu að tökunum á Akranesi og áttu tökurnar sér stað á gömlu E - deildinni á sjúkrahúsinu. Ekki varð truflun á starfsemi sjúkrahússins af þessum sökum, enda var starfsemi á E deildinni hætt fyrir nokkrum árum og sjúklingar þaðan fluttir á aðrar heilbrigðisstofnanir.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is