Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. ágúst. 2014 02:01

IKEA lækkar verð

Um þessar mundir hefst nýtt rekstrarár hjá IKEA á Íslandi, með tilheyrandi útgáfu nýs vörulista og árlegum verðbreytingum. Í fyrsta sinn í sögu fyrirtækisins lækkar IKEA verð á öllum húsbúnaði við þessi tímamót. Meðaltal lækkunarinnar er um 5%, sem nemur tugþúsundum króna á hverja fjölskyldu í landinu miðað við viðskipti undanfarinna ára. Verðbreytingar eru gerðar á öllu vöruúrvali hjá fyrirtækinu einu sinni á ári og undanfarin ár hefur vöruverð ýmist lækkað, hækkað eða staðið í stað. Nú eru nokkrir samverkandi þættir sem valda því að fyrirtækið getur boðið lækkað verð. Fyrst ber að nefna sterkari krónu, sem hefur styrkst meira ein búist var við. Í öðru lagi er aukinn stöðugleiki í efnahagsmálum og að lokum tókust samningar um hagstæðara innkaupsverð og flutningskostnaður hefur lækkað.

„Vegna þessa samverkandi þátta getur IKEA boðið lægra verð í ár og er stolt af því að nýta þetta tækifæri til að stuðla að efnahagslegum stöðugleika og auknum kaupmætti landsmanna,. Heiðarleiki er eitt af gildunum sem IKEA starfar eftir og verðlækkunin er í anda þess að bæta hag viðskiptavinanna þegar færi gefst. Grunnhugmyndafræði IKEA er að gera daglegt líf þægilegra fyrir flesta og hluti þess er að bjóða upp á húsbúnað á það lágu verði að sem flestir hafi efni á að kaupa hann,“ segir í fréttatilkynningu IKEA um málið.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is