Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
30. ágúst. 2014 05:13

Skagamenn hársbreidd frá Pepsídeildarsæti

Skagamenn stigu stórt skref í áttina að því að tryggja sér sæti í Pepsídeild á næstu leiktíð þegar þeir sigruðu BÍ/Bolungarvík 1:0 á Akranesvelli í dag. Með sigrinum tryggði ÍA stöðu sína í 2. sæti deildarinnar, er komið með 39 stig, tveimur stigum minna en Leiknir sem er í efsta sætinu og sjö stigum meira en Víkingur Ólafsvík, en þessi lið deildu stigum í markalausu jafnatefli fyrir vestan í gærkveldi. Þrjár umferðir eru eftir í 1. deildinni og geta bæði Leiknir og ÍA tryggt sér sæti í efstu deild í næstu umferð.

Spennustigið var greinilega hátt hjá báðum liðum í dag, enda leikurinn mikilvægur þeim báðum, ÍA í toppbaráttunni og Vestfirðingarnir þurftu á stigum að halda til að tryggja sæti sitt í deildinni. Skagamenn voru mun betri fyrsta hálftímann og skoruðu gott mark á 16. mínútu sem reyndist sigurmark leiksins. Arnar Már Guðjónsson gaf þá góða sendingu frá vinstri kanti yfir til hægri þar sem Eggert Kári lagði laglega fyrir á Hall Flosason sem skoraði með góðu skoti frá vítateig óverjandi fyrir markvörð gestanna. Leikmenn BÍ/Bolungarvíkur tóku við sér síðasta korterið í fyrri hálfleiknum og gerðu harða hríð að marki heimamanna rétt fyrir leikhléið.

 

Seinni hálfleikurinn var jafn, mikil barátta en lítið um afgerandi færi. Gestirnir ekkert síður að stjórna leiknum en heimamenn og það fór virkilega um stuðningsmenn Skagaliðsins á síðustu mínútu leiksins þegar dómarinn dæmdi vítaspyrnu fyrir brot á sóknarmanni gestanna. Þeir gátu andað léttar þegar aðstoðardómarinn gaf merki um að brotið hafi verið framið fyrir utan teig og því um aukaspyrnu að ræða. Leikurinn fjaraði út og mikilvægur sigur Skagamanna staðreynd.

 

ÍA mætir í næstu umferð KV, næstneðsta liði deildarinnar, sem Skagamenn töpuðu fyrir í fyrri umferðinni. Leikurinn fer fram á gervigrasvellinum í Laugardal á fimmtudagskvöldið næsta.

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is