Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
02. september. 2014 12:01

Gáfu sér Íslandsferð í afmælisgjöf og munu syngja í Reykholti

Norski kórinn Hemne og Vinje Songlag verður á ferð um suðvesturhorn landsins dagana 4. – 8. september. Hann mun halda stutta tónleika í Reykholtskirkju föstudaginn 5. september og hefjast þeir kl. 12:45. Þeir eru haldnir í samstarfi við grunnskólann og munu nemendur skólans mæta til að hlusta á lög eftir Thorbjørn Egner og fleiri norska höfunda. Aðgangur er ókeypis og vonast kórinn til að sem flestir geti séð sér fært að mæta í Reykholtskirkju.

Hemne og Vinje Songlag er blandaður kór 47 áhugasöngmanna. Aðsetur hans er sveitarfélagið Hemne, sem er vestast í Suður-Þrændalögum. Þar stendur bærinn Kyrksæterøra við Hemnefjord, en heitið útleggst Hafnarfjörður á íslensku. Nær allir kórfélagar taka þátt í ferðinni. En hvers vegna Ísland og þá sérstaklega Reykholt? Björn Leifsson verður fyrir svörum en hann starfaði eitt sinn við Tónlistarskólann í Borgarnesi. Björn er stjórnandi norska kórsins:

„Kórinn hélt upp á 25 ára afmæli sitt í fyrrahaust, og var samþykkt á aðalfundi kórsins að gefa sér fimm daga Íslandsferð i afmælisgjöf. Ekki kom annað til greina en að skoða Reykholt í Borgarfirði, en Norðmenn halda mikið upp á Snorra Sturluson og Heimskringlu. Það er haft fyrir satt að konungasögur hans hafi átt stóran þátt í að norska þjóðin stefndi á sjálfstæði og hlaut það frá Svíum árið 1905,“ segir Björn.

 

Um aðdraganda þess að Björn tók við norska kórnum segir hann: „Vegna forfalla fyrrverandi kórstjóra haustið 2011 var farið á stúfana að leita að forfallastjórnanda. Þar á meðal var leitað til organista kirkjunnar í Hemne, en ég var þá nýfluttur þangað. Síðan hef ég stjórnað kórnum.“ Björn stjórnaði meðal annars Samkór Mýramanna þegar hann bjó í Borgarnesi.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is