Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
02. september. 2014 02:01

Akraneskaupstaður tekur í notkun nýja heimasíðu

Í morgun var tekin í notkun ný heimasíða hjá Akraneskaupstað. Með henni gefst Akurnesingum nú kostur á að vera í meiri samskiptum við stjórnsýsluna en áður og nálgast til dæmis rafræn umsóknareyðublöð. Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri segir helstu kosti nýrrar síðu að hún sé aðgengilegri en sú gamla, til dæmis sé hægt að breyta stillingum fyrir sjónskerta og hægt er að skoða hana í síma og spjaldtölvum. Þá sé unnt að framkvæma á síðunni einfaldar skoðanakannanir. Íbúagátt á síðunni geri einfaldara fyrir fólk að fylgjast með stöðu umsókna og senda skilaboð.

 

 

Bæjarstjórn Akraness samþykkti fyrir um það bil ári að fara í gagngerar endurbætur á heimasíðunni. Á fundi bæjarráðs 24. júlí síðastliðinn var ákveðið að opna ennfremur íbúagátt til að auka aðgengi að stjórnsýslu bæjarins. Til þess að komast í íbúagáttina þarf að notast við innskráningarkerfi Íslykils. Það er gert með því að slá inn kennitölu í valdan reit á síðu íbúagáttarinnar og fær notandi þannig sent lykilorð í heimabankann sinn, sé hann ekki nú þegar með Íslykil. Góðar leiðbeiningar fylgja á síðu íbúagáttarinnar en einnig geta notendur hennar leitað eftir aðstoð hjá Akraneskaupstað. Það er Sædís Alexía Sigurmundsdóttir verkefnastjóri sem hefur stýrt undirbúningsvinnu við gerð nýrrar heimasíðu í samstarfi við fyrirtækið Stefnu sem hannaði nýju síðuna. Íbúagáttin er hluti af skjalavistunarkerfinu One og er það fyrirtækið One systems sem heldur utan um gáttina.

 

Í tilkynningu frá Akraneskaupstað segir að með opnun íbúagáttarinnar sé tekið stórt skref í rafrænni þjónustu við íbúa sveitarfélagsins. Að sögn Regínu Ásvaldsdóttur bæjarstjóra er ætlunin að halda áfram á þessari braut og er markmiðið að sem flestar umsóknir bæjarfélagsins séu aðgengilegar í gegnum íbúagáttina og ennfremur er unnið að innleiðingu rafrænna reikninga. Áætlaðar kostnaður við gerð heimasíðunnar var tvær milljónir króna og síðan var í sumar samþykkt 650 þúsund króna viðbótarframlag vegna íbúagáttarinnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is