Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
03. september. 2014 09:01

Lyngbobbi fjölgar sér hratt á Akranesi

Starfsmenn verktakafyrirtækisins Skóflunnar á Akranesi, sem eru að grafa fyrir grunni nýs aðveituhúss OR og Landsnets við Smiðjuvelli, urðu varir við stórar breiður snigla í lóðinni. Töldu þeir þetta landnema á svæðinu. Skessuhorn sendi fyrirspurn um snigilinn til Erlings Ólafssonar dýrafræðings hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. Erling sagðist fyrst hafa frétt af þessum snigli á Akranesi árið 2007. Hann héti lyngbobbi og hefði greinilega fjölgað sér mjög á Akranesi síðustu árin. Lyngbobbinn er ættaður úr Norðvestur- og Mið - Evrópa, austur til Úkraínu og Rúmeníu. Hann sé algengur í Færeyjum en hér á landi sé lyngbobbi útbreiddur á Austurlandi frá Gunnólfsvíkurfjalli við Bakkaflóa og suður til Kvískerja í Öræfum. Einnig hefur lyngbobba verið getið frá þremur stöðum á Vestfjörðum, Reykjafirði í Arnarfirði, Höfða við Dýrafjörð og Ísafirði. Á seinni árum hefur tegundin fundist í Breiðuvík á Snæfellsnesi, á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri.

 

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is