03. september. 2014 11:48
Aðalsteinn Símonarson sem er búsettur í Borgarnesi, er fæddur þar en ólst upp í Bæjarsveit í Borgarfirði. Hann er Íslandameistari í rallýi 2014. Aðalsteinn og félagi hans Baldur Haraldsson frá Sauðárkróki urðu í öðru sæti í hinu þriggja daga Rallý Reykjavík sem lauk á sunnudaginn og dugði það þeim til sigurs í Íslandsmótinu. Þetta er í fyrsta sinn sem Borgfirðingar eignast Íslandsmeistara í þessari rótgrónu akstursíþrótt.
Rætt er við Aðalstein í Skessuhorni sem kom út í dag.