Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
04. september. 2014 06:01

Dalaostarnir í stöðugri sókn á markaðinum

Burðarás í atvinnulífinu í Búðardal er mjólkursamlagið sem frá upphafi hefur verið rekið undir merkjum Mjólkursamsölunnar (MS). Mjólkursamlagið í Búðardal hefur síðustu árin verið eitt fjögurra mjólkursamlaga sem MS starfrækir í landinu, eitt í hverjum landshluta, en hin þrjú eru á Selfossi, Akureyri og Egilsstöðum. MS í Búðardal hefur þá sérstöðu meðal samlaga MS að það er það eina sem ekki er einskonar verksmiðjubú, með massaframleiðslu á mjólk, sýrðum vörum eða stórum ostum. MS í Búðardal er sérhæft fyrir mygluosta- og smáostagerð. Lúðvík Hermannsson mjólkursamlagsstjóri í Búðardal segir að samlagið sé líkara handverksbúi og þessi sérstaða hafi verið að skila góðum árangri, bæði í gæðum vörunnar og einnig framleiðsluaukningu.

„MS hefur lagt mikið í kynningarstarfsemi og eflingu ímyndar á okkar framleiðsluvörðum hér í Búðardal. Það er Dalaosta vörumerkið og höfðað líka sterklega til hreinleika héraðsins og svæðisins. Þetta og gæði framleiðslunnar hefur skilað sér það vel að salan hefur aukist hjá okkur úr rúmum 220 tonnum árið 2011 þegar hún var minnst upp í 250-260 tonn eins og útlit er fyrir á þessu ári. Það er stöðug aukning hjá okkur í sölu og erum við full bjartsýni. Okkar vara hentar til dæmis mjög vel inn á ferðamannamarkaðinn og ég sé ekkert annað í stöðunni en að við verðum sterkir á markaðinum og höldum áfram í sókninni,“ sagði Lúðvík þegar blaðamaður Skessuhorn kíkti í heimsókn í MS í Búðardal á dögunum. Tilefni heimsóknarinnar var í og með að síðasta vor var minnst þeirra tímamóta að 50 ár voru frá því að mjólkursamlagið hóf starfsemi í Búðardal.

 

Sjá Skessuhorn vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is