04. september. 2014 10:01
Íbúar í Hvalfjarðarsveit héldu sveitahátíðina Hvalfjarðardaga með pompi og prakt um síðustu helgi. Var þetta í fimmta sinn sem hátíðin er haldin en jafnframt í fyrsta skipti sem hún nær yfir heila helgi. Fjölbreytt dagskrá var í boði fyrir fólk á öllum aldri og gátu flestir fundið eitthvað við sitt hæfi. Að sögn Jónellu Sigurjónsdóttur, formanns menningar- og þróunarnefndar Hvalfjarðarsveitar sem sá skipulagningu hátíðarinnar, er nefndin mjög ánægð með hvernig tókst til. „Það gekk allt saman mjög vel og við í nefndinni erum sérstaklega ánægð hversu góð þátttaka var á flestum viðburðum. Þetta er í fyrsta skipti sem hátíðin er haldin yfir heila helgi og hittu nýir viðburðir eins og sveitagrill í Fannahlíð og Helgusund beint í mark.
Sjá nánar í Skessuhorni sem kom út í gær.