Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
03. september. 2014 03:01

Framkvæmdir hafnar við nýja aðveitustöð OR og Landsnets á Akranesi

Í gær hófust framkvæmdir við byggingu nýrrar aðveitustöðvar OR og Landsnets á Akranesi. Nýja aðveitustöðin kemur í stað stöðvarhúss sem staðsett er í flóanum sunnar verslunarmiðstöðvarinnar við Kalmansvelli, þar sem samkvæmt aðalskipulagi á að rísa íbúðahverfi. Eiríkur Hjálmarsson upplýsingafulltrúi Orkuveitunnar segir að bygging nýrrar aðveitustöðvar hafi einnig verið orðin knýjandi þar sem þörf hafi verið fyrir endurnýjun búnaðar í núverandi aðveituhúsi, sem og vegna aukinnar orkuþarfar fyrirtækja á Akranesi. Bygging nýs aðveituhúss hafi verið áætluð á árinu 2009, en verið frestað vegna peningaleysis.

 

 

Eiríkur segir að áætlaður kostnaður við bygginguna sé um 800 milljónir króna og er framkvæmdin að 70% á forræði Orkuveitunnar og 30% Landsnets. Akraneskaupstaður kemur einnig að byggingu nýju aðveitustöðvarinnar í formi frágangs lóðar. Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri segir að kaupstaðurinn hafi þegar lagt út fyrir meginhluta þess kostnaðar, eða 140 milljónir króna.

 

Þessa dagana eru starfmenn verktakafyrirtækisins Skóflunnar að grafa fyrir grunni hússins sem verður um 1.140 fermetrar. Aðalverktaki við bygginguna verða Íslenskir aðalverktakar sem voru með lægsta tilboð í verkið. Munu starfsmenn ÍAV væntanlega hefjast handa við byggingu hússins á næstu dögum þegar búið verður að grafa fyrir sökklum þess.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is