03. september. 2014 01:26
Lið Kára frá Akranesi er komið í undanúrslit í úrslitakeppni fjórðu deildar karla í knattspyrnu eftir 2:4 sigur gegn KH á Hlíðarendavelli í gær. Káramenn sigraðu rimmuna samanlagt með átta mörkum gegn tveimur og mæta næst KFS frá Vestmannaeyjum í undanúrslitum. Það lið sem vinnur þá viðureign mun leika í þriðju deildinni á næstu leiktíð. Fyrri leikur liðanna af tveimur verður í Vestmannaeyjum næsta laugardag klukkan 14.