Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
03. september. 2014 02:00

Vísindamenn við öllu búnir á gosstöðvunum

Áfram gýs í Holuhrauni milli Dyngjujökuls og Öskju. Þrýstingur í kvikuganginum norðan við jökulinn er að aukast og breiður og djúpur sigdalur hefur myndast undir jöklinum. Á vef RUV segir að hraun hafi hlaupið fram um hálfan kílómetra við gosstöðvarnar í nótt. Það er um sjö kílómetra frá gígunum og er á fullri ferð að sögn Ármanns Höskuldssonar eldfjallafræðings. Tveir af ljósmyndurum Skessuhorns á Snæfellsnesi, Tómas Freyr Kristjánsson og Sumarliði Ásgeirsson, brugðu sér bæjarleið í gærkveldi og eru nú á gosstöðvunum. Þeir sendu meðfylgjandi mynd af gosinu nú eftir hádegi í dag.

Jarðfræðingar hafa varann á sér vegna hugsanlegrar þróunar gossins. Þeir segja að gossprungan gæti lengst til suðurs og þá fært sig inn undir jökulinn. Ef það gerist geti kvika komið upp undir jökli og þá með tilheyrandi flóðahætta, öskumyndun og sprengihætta. Viðbúnaðarstig almannavarna á Húsavík er óbreytt ef til þess kemur, vegna rýmingar í Öxarfirði og Kelduhverfi. Unnið er að nýju hættumati.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is