Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
04. september. 2014 11:43

Kynntu tvær nýjar vélar til matvælaiðnaðar

Traust þekking ehf. á Lækjarkoti ofan við Borgarnes sérhæfir sig í framleiðslu á háþróuðum vélbúnaði til matvælaiðnaðar, aðallega þó til vinnslu á sjávarafurðum. Hjá fyrirtækinu er hægt að panta tugi vörunúmera, allt upp í fullbúnar verksmiðjur. Síðastliðinn föstudag buðu Trausti Eiríksson eigandi fyrirtækisins og starfsmenn hans blaðamönnum að kíkja í heimsókn. Tilefnið var að kynna starfsemina en einkum þó tvær nýjar vélar sem biðu þess að fara í gáma áleiðis til nýrra kaupenda, í þessu tilfelli á Spáni. Annars vegar var um að ræða skurðarvél sem skannar og sker fiskflök niður í fyrirfram gefnar stærðir, þannig að hver biti verði nákvæmlega jafn stór. Hins vegar var kynnt vél sem afsaltar fisk.

Lasertækni hlutar flakið í bita

Báðar vélarnar sem kynntar voru í Lækjarkoti í síðustu viku hafa verið seldar. Á það reyndar við um alla framleiðslu fyrirtækisins. Ekki er hafin smíði á dýrum vélum eða vélasamstæðum nema búið sé að selja þær áður. Skurðarvélin segir Trausti Eiríksson að sé sú fyrsta sinnar tegundar. Hún sker afurðina, sem getur verið allt frá síldarflaki til stærstu þorska, í fyrirfram ákveðið marga bita. Vélin metur þikkt og þyngd og hægt er að forrita hana þannig að hún skilji t.d. sporðstykkið eftir því það hefur aðra eðlisþyngd en þikkari hlutar af bolfiskinum. Notuð er laser þrívíddartækni til að greina lögun hráefnisins og reiknar vélin síðan skammtastærðir út frá niðurstöðum úr skönnun og eðlisþyngd. Það tekur vélina síðan innan við sekúndu að hluta fiskflakið niður í þessa bita. Skurðarvél þessi hentar til vinnslu á öllum fiski og beinlausum kjötafurðum. „Hér teljum við okkur vera búna að smíða vél sem tekur minna pláss en vélar frá öðrum framleiðendum og á mun hagkvæmara verði en áður hefur þekkst,“ sagði Trausti. Hann bætti því við að þróun og smíði vélarinnar hafi staðið yfir í tvö ár. Því sé þróunarstarf sem þetta mikil þolinmæðisvinna, en gefandi um leið.

 

Færa virðisaukann til sín

Afsöltunarvélin sem kynnt var frá Trausti byggir á nýrri aðferð við að afsalta fisk á síðari stigum vinnslunnar. Vélin endurnýtir saltið sem ekki hefur nýst til vinnslunnar og bætir þannig hráefnisnotkun. Trausti segir að vél þessi fari til kaupanda á Spáni sem starfar við að kaupa saltfisk t.d. héðan og frá Noregi og vinnur hann í pakkningar sem henta kaupendum hans. Trausti segir að Spánverjar og aðrar suður Evrópuþjóðir séu farnar að færa virðisaukann af framleiðslunni í auknum mæli til sín. Vél sem þessi henti vel smærri kaupendum og dreifingaraðilum á saltfiski.

 

 

Sjá nánar í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is