Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
04. september. 2014 03:50

Ráðherra sagður stöðva arðbærustu veiðar Íslandssögunnar

Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra hefur með setningu reglugerðar látið stöðva makrílveiðar krókabáta frá og með morgundeginum 5. september, eins og Skessuhorn greindi fyrst fjölmiðla frá síðdegis í gær. Stöðvun veiðanna með regluger nú þykir almennt afar vanhugsuð aðgerð, að mati þeirra sem þeim tengjast á Snæfellsnesi; sjómanna og fólks í vinnslu, sem Skessuhorn hefur rætt við undanfarna daga. Segir fólk að veiðarnar séu skynsamlegar hvort sem litið sé á þær út frá arðsemi, gæðum eða atvinnusköpun. Ganga menn svo langt að segja að þarna sé ráðherra að stöðva arðbærustu veiðar Íslandssögunnar. Til marks um það má nefna að meðan einn smábáturinn beið í röð eftir að komast að löndunarkrana í Ólafsvík í gær, voru 300 kíló af makríl veidd í höfninni.

 

 

Í tilkynningu frá sjávarútvegsráðuneytinu í dag kemur glöggt fram að embættis- og stjórnmálamenn eru annarrar skoðunar en þeir sem vinna við greinina: „Stöðvun veiðanna samræmist almennri framkvæmd fiskveiðistjórnunar þar sem byggt er á viðmiðunar- eða heildarafla. Í upphafi hverrar vertíðar sem stýrt er með þessum hætti má því vera ljóst hvað er til ráðstöfunar. Vertíðin hefur gengið vel í ár og hefur metfjöldi báta verið á veiðum og því nokkur þrýstingur á að veiðitímabil smábáta verði lengt.“

 

Ráðherra ekki haggað

Um málið segir Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegsráherra á vef ráðuneytisins; „Við leggjum ríka áherslu á í okkar fiskveiðistjórnun, og höfum gert í makrílsamningaviðræðum á alþjóðlegum vettvangi, að veiðum sé stýrt á ábyrgan og sjálfbæran hátt. Í þessu felst að fara eftir aflaviðmiðunum og því er heildarafla ráðstafað til skipa eða flokka áður en veiðar hefjast á hverju veiðitímabili. Var það gert við ákvörðun viðmiðunarafla smábáta í makríl fyrir þessa vertíð. Honum er nú náð og veiðum því að ljúka.“

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is