Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. september. 2014 08:01

Bakaríið rekið á gömlum merg í Ólafsvík

Bakarí og brauðgerð hafa verið starfrækt í Ólafsvík í 63 ár, eða frá því Lúðvík Þórarinsson stofnaði Brauðgerð Ólafsvíkur 1951. Jón Þór Lúðvíksson lærði iðnina hjá föður sínum og hefur í mörg ár staðið að rekstri bakarísins ásamt konu sinni Bjarneyju Jörgensen. Lengi hefur einnig verið starfrækt verslun og veitingastofa í tengslum við bakaríið þar sem gestir og gangandi hafa fengið nýbakað bakkelsi og ágætis kaffi. Blaðamaður Skessuhorns kíkti þarna inn á liðnu sumri og komst þá að því að bæði gæði og verðlagning eru á þeim nótum að eigendur Brauðgerðar Ólafsvíkur geta verið stoltir af. „Já, kannski erum við bara svona miklir kjánar í því að fylgja ekki eftir almennu verðlagi í landinu,“ sagði Jón Þór þegar blaðamaður leit inn í Brauðgerð Ólafsvíkur í liðinni viku. Sú heimsókn kom reyndar til af því að þá hafði verslunin og veitingastofan verið lokið í hálfan mánuð vegna skorts á afgreiðslufólki. Jón Þór segir að nú sé loksins búið að finna starfsfólks sem verið er að þjálfa upp og verslunin verði opnuð aftur von bráðar.

Urðu vör við sjokk í samfélaginu

Spurð um viðbrögðin þegar fólk kom að lokuðum dyrum í versluninni, segir Bjarney að það hafi eiginlega orsakað sjokk í samfélaginu, en fólk hafi samt sýnt því skilning þegar það fékk skýringar fyrir lokuninni. „Við vorum bara of lengi að taka við okkur að auglýsa eftir fólki núna í lok sumars. Það hefur tekið nokkurn tíma að fá fólk enda virðist vanta fólk víða. Við höfum verið með traustar stelpur hjá okkur í nokkurn tíma en svo tóku þær bara allar þrjár upp á því að fara í háskólanám á sama tíma,“ segir Jón Þór.

 

Samkeppnin við allan heiminn

Þegar blaðamann bar að garði voru þeir Jón Þór og aðstoðarbakarinn að taka á móti mjöli og efni til brauðgerðar og galsi í mannskapnum að lokinni næturtörn í bakstrinum. „Við byrjum frekar seint á kvöldin,“ segir Jón Þór og hlær. „Það er ekki fyrr en klukkan þrjú sem við byrjum og svo er varla litið upp fyrr en törnin er búin.“ Jón Þór segir bakaríið í raun í samkeppni við allan heiminn en Brauðgerð Ólafsvíkur sé ekki að selja brauð útfyrir Snæfellsnesið. „Við erum að sjá verslunum og aðilum hérna á svæðinu fyrir brauði. Hérna koma til dæmist sjómennirnir eldsnemma á morgnana áður en þeir fara á sjóinn og við seljum mikið brauð í kostinn hjá útgerðunum á vertíðinni. Hingað á svæðið eru flutt brauð bæði frá Myllunni og Kristjánsbakaríi á Akureyri auk brauðvara í verslununum frá útlöndum. Allt kroppar þetta utan af.“ Aðspurður segir Jón Þór að í raun standi reksturinn á gömlum merg, hann vildi ekki standa í því í dag að stofna fyrirtæki.

 

Hafrakexið slær í gegn

Spurður hvort Brauðgerð Ólafsvíkur státi af einhverju sérstöku brauði eða kökum sem öðlast hafi miklar vinsældir, segja þau Jón Þór og Bjarney að það sé hafrakexið. „Jú, það er tvímælalaust hafrakexið frá okkur. Fólk hefur komið hingað úr öðrum álfum til að ná í það. Við vorum áður fyrr góðan part úr degi við að stinga það út úr deiginu en svo keypti ég vél til þess. Kexið þykir sérstaklega gott með smjöri og osti,“ sagði Jón Þór Lúðvíksson bakarameistari að endingu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is