Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. september. 2014 12:01

Heitavatnsframkvæmdum að ljúka milli Lynghaga og Miðhrauns II

Þessa dagana eru eigendur félagsbúsins að Miðhrauni II í Eyja- og Miklaholtshreppi að ljúka framkvæmdum við lagningu heitavatslagnar frá Lynghaga við Vegamót heim að Miðhrauni II. Þar er rekin fiskþurrkunarverksmiðja og mun heita vatnið nýtast vel til þeirrar starfsemi þegar verkinu lýkur. Heitt vatn fannst við borun hjá Lynghaga rétt til hliðar við þjóðveginn vestur Snæfellsnes þann 17. október á síðasta ári. Um páskana var síðan hafist handa við að leggja heitavatnslögn frá holunni um fimm kílómetra leið að Miðhrauni II.

Nú í vikunni hafa starfsmenn á vegum búsins að Miðhrauni II unnið að því að reisa dæluhús yfir borholuna við Lynghaga. „Verkinu lýkur nú á haustdögum, vonandi núna í september. Við göngum frá þessu húsi núna og bíðum eftir að fá dæluna. Þá mun koma í ljós hvað þessi hola gefur nákvæmlega af heitu vatni,“ segir Sigurður Hreinsson á Miðhrauni II.

 

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is