04. september. 2014 09:33
Karlalið ÍA í knattspyrnu er búið að tryggja sér sæti í úrvalsdeild enn á ný. Liðið sigraði KV með tveimur mörkum gegn engu í leik á Laugardalsvelli í kvöld. Bæði mörk ÍA voru skoruð í fyrri hálfleik. Jón Vilhelm Ákason og Garðar B Gunnlaugsson skoruðu sitt markið hvor á 35. og 36. mínútu.
Til hamingju Skagamenn!
Nánar verður sagt frá leiknum hér á vefnum í fyrramálið.