Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. september. 2014 09:17

Borgarbyggð og UMSB í samstarf um íþrótta- og tómstundamál

Í gær var undirritaður samstarfssamningur um tómstundastarf fyrir 6 til 16 ára börn í sveitarfélaginu Borgarbyggð. Það voru Kolfinna Jóhannesdóttir sveitarstjóri og Sigurður Guðmundsson sambandsstjóri UMSB sem það gerðu. Tilgangurinn með samningnum er að auka fjölbreytni í tómstundastarfi fyrir börn á grunnskólaaldri í Borgarbyggð, fjölga þátttakendum í skipulögðu félags- og tómstundastarfi og að stuðla að því að vinnudagur barnanna verði sem heildstæðastur. Hlutverk UMSB samkvæmt samningnum verður að sjá um og skipuleggja íþrótta- og tómstundaskóla fyrir börn í 1. – 4. bekk, starfsemi félagsmiðstöðva fyrir unglinga, sumarfjör fyrir börn í 1. – 7. bekk og vinnuskóla fyrir börn í 8. – 10. bekk. Helstu nýmæli í tómstundastarfi er stofnun íþrótta- og tómstundaskóla, sem mun taka til starfa um næstu áramót. Þá hefur Sigurður Guðmundsson frá Hvanneyri verið ráðinn til að stýra þessu starfi fyrir hönd UMSB. Sigurður er með yfirgripsmikla þekkingu og reynslu sem nýtist í starfið.

Starfsemi íþrótta- og tómstundaskólans verður byggð upp í góðu samstarfi við íþróttafélögin sem halda úti æfingum fyrir börn á þessum aldri. Að sögn Ásthildar Magnúsdóttur fræðslustjóra Borgarbyggðar er ætlunin að geta boðið börnunum upp á að æfa þær greinar sem þau vilja, en um leið að kynna fyrir þeim aðrar greinar sem í boði er að æfa í sveitarfélaginu. „Auk íþróttaæfinga er stefnt að því að bjóða upp á fjölbreytt tómstundastarf; svo sem leiklist, myndlist, tónlist, skátastarf, útivist, kynningu á starfsemi björgunarsveitanna og fleira. Með stofnun skólans er leitast við að jafna tækifæri barna í sveitarfélaginu til íþrótta- og tómstundaiðkunar,“ segir Ásthildur.

 

Sigurður í starf tómstundafulltrúa

UMSB hefur ráðið Sigurð Guðmundsson í starf tómstundafulltrúa. Hann mun hefja störf 1. nóvember næstkomandi. Sigurður er með B.Sc. gráðu í íþrótta-, kennslu- og lýðheilsufræðum frá Háskólanum í Reykjavík. Þá hefur hann einnig menntað sig í leiðtoga- og frumkvöðlafræðum og almennum íþróttum auk þess að hafa sveinspróf í húsasmíði. „Sigurður hefur yfirgripsmikla reynslu á sviði íþrótta- og æskulýðsmála. Hann hefur meðal annars starfað sem landsfulltrúi UMFÍ þar sem helstu ábyrgðarsvið hans voru framkvæmdastjórn með Landsmóti UMFÍ 50+, verkefnin „Fjölskyldan á fjallið“ og „Hættu að hanga! Komdu að hjóla, synda eða ganga.“ Hann skipulagði frjálsíþróttaskóla UMFÍ sem starfræktur er fyrir 11 – 18 ára ungmenni um land allt, auk þess að sitja í Æskulýðsráði ríkisins, þar sem meðal annars er unnið að stefnumótun æskulýðsfélaga í landinu og eiga sæti í starfshópi á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytisins um frístundaheimili. Borgarbyggð býður Sigurð velkominn til samstarfs,“ segir Ásthildur Magnúsdóttir fræðslustjóri.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is