05. september. 2014 09:41
Knattspyrnufélagið Kári getur með sigri í næstu tveimur leikjum sínum tryggt sér sæti í þriðju deild að nýju. Á morgun laugardag fer liðið í heimsókn til Eyja og spilar þar við KFS. Á miðvikudaginn spilar Kári síðan heimaleik gegn KFS. Nú geta allir sem fylgt vilja liðinu til Vestmannaeyja fengið frítt far til og frá Landeyjahöfn, þaðan sem Herjólfur siglir, því Skagaverk, helsti stuðningsaðili Kára, ætlar að leggja til rútuferð. Brottför verður frá Olís Nesti á Akranesi klukkan 10:00, en Herjólfur siglir til Eyja klukkan 13:00 og leikurinn hefst kl. 14:00. Ferjan siglir svo til baka kl. 17:30. „Það væri ótrúlega gaman að sjá góðan hóp stuðningsmanna nýta sér þetta frábæra tækifæri og styðja við bakið á liðinu í stærsta leik liðsins frá endurstofnun félagsins,“ segir Ingimar Ólafsson varaformaður félagsins.
Skráning í rútuferðina er á Facebook-síðu Kára: "Knattspyrnufélag Kára".