Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. september. 2014 10:08

Skagamenn leika í Pepsí-deildinni á næstu leiktíð

Skagamenn tryggðu sér sæti í Pepsí-deild karla á næstu leiktíð með 0:2 sigri á KV þegar liðin mættust á gervigrasinu í Laugardalnum í gærkveldi. Fyrir leikinn var ljóst að bæði liðin yrðu hungruð í þrjú stig enda í mikilli baráttu á sitthvorum enda stigatöflunnar. Hungrið virtist heldur meira hjá þeim gulklæddu og sóttu þeir mun meira á fyrstu tuttugu mínútunum leiksins. KV-menn freistuðu þess að beita skyndisóknum en góð vörn Skagamanna braut þær ávallt á bak aftur. Á 35. mínútu fengu Skagamenn aukaspyrnu á vítateigslínunni. Jón Vilhelm Ákason tók sér svo stöðu og eins og svo oft áður skaut hann boltanum beint í markið og kom sínum mönnum yfir. Innan við tveimur mínútum síðar jók Garðar Bergmann Gunnlaugsson forystu Skagamanna í tvö mörk þegar hann skoraði með flugskalla eftir laglega fyrirgjöf frá Darren Lough.

 

 

Síðari hálfleikur var langt frá því að vera eins líflegur og sá fyrri. Skagamenn héldu áfram að halda boltanum meira en sóknir þeirra voru þó ekki eins hættulegar í flestu tilfellum. Undir lok leiks áttu Skagamenn þónokkur góð færi og var gamli markahrókurinn Hjörtur Júlíus Hjartarson nálægt því að skora í tvígang en í bæði skiptin sá markvörður KV við Hirti. Að lokum flautaði Sigurður Óli Þorleifsson dómari leikinn af og sendi Skagamenn um leið upp í efstu deild á ný við mikinn fögnuð stuðningsmanna Skagaliðsins sem höfðu fjölmennt í Laugardalinn. Lærisveinar Gunnlaugs Jónssonar eru því komnir í deild þeirra bestu eftir að hafa dvalið aðeins eitt tímabil í fyrstu deild. Engu breyta úrslit úr þeim tveimur leikjum sem eftir eru af tímabilinu. Þess má til gamans geta að þetta er í fimmta skipti sem Hjörtur Júlíus spilar með liði í fyrstu deild sem kemst upp í úrvalsdeild. Skessuhorn óskar Skagamönnum innilega til hamingju með árangurinn!

 

Næsti leikur ÍA liðsins er gegn Haukum laugardaginn 13. september klukkan 14 á Akranesvelli.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is