05. september. 2014 01:38
Á morgun, laugardaginn 6. september, koma í Snorrastofu í Reykholti 25 Svíar á vegum Samfundet Sverige - Island og nefnist ferð þeirra: „Kultur och sagoresa med Sagobygden till Island 4 till 11 september 2014“. Per Gustavsson er forsprakki hópsins, en hann er sagnamaður og rithöfundur (www.sagobygden.se). Dagskrá hópsins í Reykholti, sem fram fer á „skandinavísku,“ er eftirfarandi: Klukkan 17.00 mun Bergur Þorgeirsson forstöðumaður Snorrastofa flytja erindið: Om kultur och medeltidscentret till minne av Snorre Sturlasson. Korteri síðar mun Gísli Sigurðsson flytja erindið „Muntlighetens roll för sagaskrivningen.“ Eftir hlé á dagskránni sem gert verður milli klukkan 18:00 og 18.15, mun sr. Geir Waage flytja erindið: „Sägner från Reykholt.“ Loks klukkan 18.45: Representant för Félag sagnaþula, Sagoberättarnas förening, inleder berättande.
Dagskráin í Reykholti er öllum opin og er aðgangur ókeypis.