Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. september. 2014 03:55

Fengu bátsflak í nótina norðaustur af Ólafsvík

Dragnótarbáturinn Ólafur Bjarnason SH frá Ólafsvík var á veiðum norðaustur af heimahöfn eftir hádegið í dag. Óhætt er að segja að veiðiferðin hafi í senn verið óvenjuleg og endasleppt. Í fyrsta hali kom inn tonn af fiski. Í öðru halinu slitnaði tógið en í því þriðja fengu skipverjar bátsflak í nótina og var þá ákeðið að sigla í land.  Í ljós kom að í nótina hafði komið flak af báti sem fórst fyrir 24 árum á svipuðum slóðum, nánar tiltekið 7. febrúar 1990. Báturinn hét Doddi SH-222 og um borð voru þrír menn sem öllum var bjargað heilum á húfi yfir í Auðbjörgu SH. Meðfylgjandi mynd var tekin þegar Ólafur Bjarnason SH var kominn með flakið að landi í Ólafsvík um hálf fjögur í dag. Á myndinni er kranabíll að hífa flakið upp á bryggju.

 

 

 

Doddi SH 222 fékk á sig brotsjó út af Rifi um kvöldmatarleytið 7. febrúar 1990 einmitt um hálfa fjórðu sjómílu frá heimahöfn. Í fréttum um slysið segir að talið er að röð kraftaverka hafi bjargað lífi skipverjanna þriggja, þeirra Þrastar Karlssonar skipstjóra, Ársæls Ársælssonar og Magnúsar Einarssonar. Þröstur segir þannig frá í viðtali við Morgunblaðið um miðnætti sama dag: „Við héldum ró og yfirvegun í því sem við gerðum til að bjarga okkur, þegar þrír brotsjóir höfðu lagt Dodda á hliðina og hvolft honum eftir stutta stund,“ sagði Þröstur í viðtalinu. Eftir að brotsjór hvolfdi Dodda náðu skipverjar að komast í björgunarbát eftir að hafa svamlað í sjónum hangandi utan á Dodda á hvolfi. Þremur stundarfjórðungum síðar var þeim bjargað um borð í Auðbjörgu SH 197, 70 tonna bát undir stjórn Rafns Guðlaugssonar.

 

Nú er Doddi kominn á þurrt eftir að hafa hvílt í aldarfjórðung á hafsbotni. Doddi SH var 9 lesta plastbátur, önnur nýsmíði Jóhanns Ársælssonar hjá Bátasmiðjunni Knörr á Akranesi sem hann smíðaði eftir sömu teikningu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is