Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. september. 2014 03:54

Mót af tám Skagakvenna boðin upp á sjávarréttakvöldi

Frumlegt listaverk eftir Bjarna Þór Bjarnason listamann á Akranesi verður boðið upp á sjávarréttakvöldi ÍA sem haldið verður í kvöld, föstudag. Listaverkið er mót af sporum kvennaliðs meistaraflokks ÍA sem tekið var á Langasandi í síðustu viku. Það var Rannveig Benediktsdóttir, eða Púsla eins og hún er jafnan kölluð, sem fór til Bjarna fyrir stuttu með hugmynd að listaverki. Hugmyndina fékk Púsla eftir lestur Skessuhorns í sumar. Þar sá hún mynd af handaförum grunnskólabarna á Snæfellsnesi. Þau Púsla og Bjarni útfærðu svo hugmyndina frá því að vera málning á striga yfir í að vera mót af tám Skagastúlknanna á Langasandi.

 

 

Stúlkurnar í ÍA mættu á sandinn þar sem þær stigu berfættar á afmarkaðan reit sem Bjarni útbjó og hellti svo gifsi yfir svo úr varð listaverkið. „Það er gaman að hafa Langasand í verkinu því þar æfðu Skagamenn fótbolta á árum áður. Stelpurnar stigu misfast í sandinn og því má sjá mismunandi persónueinkenni þeirra í sporunum,“ segir Bjarni en hann og Ásta Alfreðsdóttir kona hans fögnuðu einnig ellefu ára brúðkaupsafmæli þann daginn og að sögn Ástu, 20 ára fyrstakoss afmæli.

 

Ásamt Langasandsverkinu gefur Bjarni Þór einnig málverk af Snæfellsjökli sem boðið verður upp í kvöld. Þá er vert að nefna að Bjarni Þór hefur í yfir tuttugu ár gefið um fimm listaverk á ári til ÍA og hafa þau ávallt selst fyrir háar fjárhæðir. Bjarni vonast til að þrátt fyrir dapurt gengi kvennaliðsins í sumar muni þó einhver kaupa verkin, helst ekki á minna en hundrað þúsund krónur hvort, og styrkja starf kvennaliðsins.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is