Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
08. september. 2014 11:03

Síðasta ferð Baldurs 2727 yfir Breiðafjörð - enn er beðið leyfis fyrir nýja ferju

Sú ferja sem þjónað hefur Breiðfirðingum og gestum þeirra dyggilega síðan 2006, undir merkjum Baldurs 2727, sigldi síðastliðinn föstudag síðustu áætlunarferð sína yfir Breiðafjörð. Ferjan hefur nú verið leigð til að leysa af í siglingum milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja meðan Herjólfur fer í slipp. Eftir það hefur ferjan verið seld til Grænhöfðaeyja, að því gefnu að leyfismál nýrrar ferju endi farsællega. Eins og fram hefur komið í fréttum eru Sæferðir búnar að festa kaup á stærri ferju í Norður - Noregi til að taka við siglingunum yfir Breiðafjörð. Tafir vegna afgreiðslu innflutningsleyfis af hálfu yfirvalda siglingamála urðu þó til þess að nýja ferjan kom ekki í tæka tíð til landsins og er því rof á hefðbundnum ferjusiglingum yfir fjörðinn. Að sögn Svanborgar Siggeirsdóttur hjá Sæferðum eru bundnar vonir við að úrskurður um innflutningsleyfi nýju ferjunnar liggi fyrir í síðasta lagi fyrir vikulok. Fram að leyfisveitingu mun ferjan verða áfram í Noregi. Meðan Baldur siglir ekki mun verða siglt á Særúnu þrisvar í viku með farþega til Flateyjar og auk þess yfir til Brjánslækjar ef farþegar eru þangað.

 

 

Í síðustu ferð Baldurs á föstudaginn vildi svo skemmtilega til að Ingibjörg Freyja Gunnarsdóttir, 18 ára stúlka frá Patreksfirði og nemandi í FSN, var farþegi. Hún var einnig farþegi í ferjunni í fyrstu ferð hennar um páskana 2006. Ingibjörgu Freyju var fært gjafabréf í tilefni þessa.

 

Þá urðu önnur tímamót við komu Baldurs til Stykkishólms. Ragnar Ragnarsson stýrimaður var þá að fara sína síðustu ferð en hann lætur nú af störfum hjá Sæferðum. Eigendur og starfsfólk færðu Ragnari blóm í tilefni starfslokanna, þökkuðu farsælt samstarf og óskuðu Ragnari gæfu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is