Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
09. september. 2014 10:12

Níundi Glaumur Jóns

Jón Einarsson starfar sem matsveinn á Saxhamri SH ásamt því að stunda handfæraveiðar á sumrin. Nýverið festi Jón kaup á nýjum Sómabát. Báturinn var smíðaður í Reykjanesbæ árið 2012 og er talsvert öflugri en báturinn sem Jón átti fyrir, en sá bátur var orðinn 30 ára gamall. Jón segir í samtali við Skessuhorn að ástæðan fyrir þessum kaupum sé að fá öflugri bát sem er dekkaður og vel búinn tækjum og gangmeiri. 330 hestafla Volvo vél er í þessum báti sem auk þess er með hliðarskrúfu. „Það er stundum langt að sækja á miðin og því er ég tölvuvert fljótari í förum. Ég fór með gamla bátinn á Ísafjörð og tók ferðin á honum sjö tíma. Þegar ég kom heim á nýja bátnum tók hún aðeins fimm tíma.“

Jón segist hafa fengið skak bakteríuna árið 1980 þegar hann fékk sinn fyrsta bát. Hann sé ekki enn laus við þessa þrálátu bakteríu. Hann bætir við að þessi nýi bátur sé sá níundi sem hann eignast. Mun báturinn fá nafnið Glaumur eins og hans fyrri bátar.

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is