Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
09. september. 2014 01:19

Eigendur tveggja einbýlishúsalóða fá umhverfisverðlaun Akraneskaupstaðar

Umhverfisverðlaun Akraneskaupstaðar voru afhent við athöfn í gamla Landsbankahúsinu við Suðurgötu sl. mánudag. Einar Brandsson, formaður skipulags- og umhverfisnefndar, gerði grein fyrir verðlaununum að þessu sinni. Fram kom að venjulega hafi verðlaunin komið í hlut eigenda íbúðahúsalóða og fyrirtækja. Skipulags- og umhverfisnefnd óskaði eftir tilnefningum og margar komu um íbúðalóðir. Nefndinni var vandi á höndum þar sem hún gat ekki gert upp á milli tveggja lóða og því var ákveðið að verðlauna þær báðar en veita ekki fyrirtæki viðurkenningu að þessu sinni. Viðurkenningarnar voru því veittar fyrir tvær fallegustu einbýlishúsalóðirnar. Þeim veittu móttöku Anna Berglind Einarsdóttir og Samúel Ágústsson fyrir lóðina að Bjarkargrund 33 og Reynir Þorsteinsson og Guðbjörg Árnadóttir fyrir lóðina að Steinsstaðaflöt 15.

 

 

 

Í umsögn nefndarinnar segir m.a. að lóðin á Bjarkargrund 33 sé einstaklega vel hirt lóð. Hún sé vel römmuð inn af klipptu limgerði og frjálsvaxandi trjám, innviðir garðsins séu fjölbreytt runna- og blómabeð, grasflöt, pottar með runnum og blómum, dvalarsvæði sem er afmarkað með timburveggjum og lítið geymsluhús. Lóðin myndi fallega heild þar sem hlúð er að hverju smáatriði. Eigendur lóðarinnar hugi einnig að nánasta nágrenni, svo sem umhirðu göngustígs við lóðina. Um Steinsstaðaflöt 15 segir í umsögn nefndarinnar að hún sé sannkölluð vin. Lóðin sé römmuð inn af timburveggjum með runna- og trjágróðri utan veggja sem innan, aðkoman samanstandi af hellulögðum stíg og með runna- og trjágróðri meðfram. Þegar komið er inn í garðinn blasi við rými með fjölbreyttum gróðri sem er raðað fallega saman. „Þó garðurinn sé ekki stór þá eru tvö ólík dvalarsvæði í garðinum, annað með timburgólfi en hitt er innar með hellulögðu gólfi,“ segir m.a. í umsögninni.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is