Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
10. september. 2014 09:03

"Þið hafið möguleika á að gera kraftaverk"

Í prédikun sinni í gær í messu fyrir setningu Alþingis beindi sr. Guðrúnar Karls Helgudóttur orðum sínum til þingmanna: „En við finnum okkur ekki aðeins í sporum mannsins sem þurfti á kraftaverki að halda. Því það er einnig mikilvægt að við áttum okkur á að við getum einnig staðið í sporum Jesú Krists. Að vera sú eða sá sem hefur vald til þess að breyta lífi annarrar manneskju. Þetta á þó sérstaklega við um ykkur kæru þingmenn því þið eruð að mörgu leyti í sporum Jesú Krists á meðan þið sitjið á Alþingi.“ Og séra Guðrún hélt áfram: „Þið hafið möguleika á að gera kraftaverk í lífi margra einstaklinga. Jafnvel heillar þjóðar. Og þið gerið það reglulega. Þið getið kannski ekki læknað veikt fólk en þið getið séð til þess að þau sem geta læknað og hlúð að fólki fái að starfa við mannsæmandi aðstæður og geti sinnt þeirri þjónustu er þegnum þessa lands ber. Þið getið kannski ekki breytt lífi fólks með því að stinga fingrunum í eyru þess en þið getið séð til þess að fólkið sem hér býr finni að það lifi í landi sem er stjórnað með hagsmuni þeirra að leiðarljósi og neyðist ekki til þess að flýja land.“

 

Prédikunina í heild má finna hér

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is