Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
10. september. 2014 10:41

Æ fleiri þingmenn Framsóknarflokks á móti hækkun matarskatts

Óánægju gætir í röðum þingmanna Framsóknarflokks við boðun Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra (D) á hækkun virðisaukaskatts á matvæli. Fjölgar þingmönnum Framsóknarflokksins sem tala opinberlega gegn hækkuninni. „Ég get ekki samþykkt þessa aðgerð eins og hún lítur út í frumvarpinu. Mótvægisaðgerðirnar eru takmarkaðar við ákveðinn hóp og of margir verða útundan, t.d. ellilífeyrisþegar og þeir sem ekki eiga börn. Að hækka matarverð og aðrar nauðsynjavörur má ekki gerast, ég get ekki hugsað þá hugsun til enda. Þetta mál er á leiðinni í þinglega meðferð og ég get ekki trúað öðru en að það taki breytingum í því ferli. Það er afar brýnt. Þetta skiptir okkur öll máli - barnlaus heimili - heimili aldraðra, öryrkja, barnmörg heimili og bara allskonar og ólík heimili,“ segir Elsa Lára Arnardóttir alþingismaður Framsóknarflokks í NV kjördæmi í færslu á Facebook síðu sinni. Auk þeirra hafa Vigdís Hauksdóttir formaður fjárlaganefndar og Karl Garðarsson alþingismaður sett sig á móti breytingunum.

Á móti hækkun á virðisaukaskatti á mat, bókum, fjölmiðlum, rafmagni, hitaveitu og fleiru,úr 7% í 12% boðar fjármálaráðherra lækkun virðisisauka á almenna vöru úr 25,5% í 24%. Einnig að vörugjald verið fellt niður sem og og sykurskattur. Samanlagt fullyrðir fjármálaráðherra að "venjulegt heimili" eins og hann orðaði það í kvöldfréttum í gær, myndi auka kaupmátt sinn.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is