10. september. 2014 10:58
Starfsmerki voru veitt á þingi Frjálsíþróttasambands Íslands sem fram fór á Akureyri um helgina. Meðal þeirra sem fengu starfsmerkið var Kristín Halla Haraldsdóttir þjálfari hjá Ungmennafélagi Grundarfjarðar. Kristín hefur þjálfað frjálsar íþróttir hjá félaginu í 15 ár og var sæmd eirmerki FRÍ. „Kristín Halla hefur verið þrautseig og ötul í sínu þjálfarastarfi samfleytt á þessu tímabili,“ segir Björg Ágústsdóttir frjálsíþróttafrömuður í Grundarfirði og stjórnarmaður í FRÍ.