Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
10. september. 2014 02:29

Árangurinn er góðri liðsheild að þakka

Gunnlaugur Jónsson tók við Skagamönnum síðasta haust eftir að liðið hafi beðið afhroð á síðasta tímabili í efstu deild. Þessum fyrrum leikmanni ÍA hefur nú tekist að byggja nýtt lið upp úr því gamla og náði á síðasta fimmtudag að koma Skagamönnum í efstu deild á ný. Að sögn Gunnlaugs var markmiðið alltaf að koma liðinu í efstu deild en fyrst og fremst hafi stefnan verið sett á að skapa öfluga liðsheild. „Tilfinningin að hafa náð þessu setta markmiði er mjög góð. Það er ánægjulegt að hafa náð að klára þetta þegar enn eru tveir leikir eftir af tímabilinu. Þrátt fyrir lélegt gengi í fyrra vissi ég hvað bjó í liðinu þegar ég tók við. Þarna er kjarni margra góðra leikmanna sem áttu einfaldlega slæmt tímabil í fyrra. Ég kom með þá áherslu að skapa öfluga liðsheild. Við styrktum okkur í vetur og fengum til okkar góða leikmenn og svo hafa ungir uppaldnir leikmenn ÍA verið að stíga upp. Heilt yfir er ég virkilega ánægður með spilamennsku liðsins í sumar. Við lentum tvisvar í áföllum en náðum í báðum tilfellum að vinna úr þeim. Þá er ég að tala um byrjun tímabilsins sem var ekki góð en við stigum upp og í júní unnum fimm sigra í röð. Þá fengum við á okkur annan skell á móti KV á heimavelli og í kjölfarið fylgdu þrjú töp í röð. Þá sýndi liðið mikinn karakter og við náðum að snúa við blaðinu og hefur leiðin legið upp síðan þá. Við leggjum ekki upp með að spila til jafnteflis og höfum náð að vinna marga leiki sem stefndu í jafntefli. Það sýnir baráttuna í liðinu og þessu er sérstaklega að þakka liðsheildinni sem við höfum náð að skapa.“

 

Nánar er rætt við Gunnlaug, leikmenn liðsins, framkvæmdastjóra og formann í Skessuhorni sem kom út í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is