Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. september. 2014 06:01

Hefur fimm sinnum hjálpað liði upp í úrvalsdeild

Hjörtur Júlíus Hjartarson var í byrjunarliði Skagamanna þegar liðið tryggði sér sæti í úrvalsdeild að nýju, síðasta fimmtudag. Þetta er í fimmta skipti sem Hjörtur hjálpar liði að komast upp í úrvalsdeild og í annað sinn sem framherjinn knái nær þeim árangri með sínu heimaliði, ÍA. Auk Skagaliðsins hefur Hjörtur leikið með Selfossi, Þrótti R. og Víkingi R. þegar liðin fóru upp í efstu deild. Þótt liðin séu nú orðin mörg, sem Hjörtur hafi hjálpað að komast upp um deild, segir hann tilfinninguna alltaf jafn sérstaka. „Þetta er alltaf jafn sætt og það góð tilfinning að hún venst aldrei. Þetta er í fimmta skiptið sem ég spila með liði sem fer upp og í annað sinn sem ég geri það með mínu heimaliði. Það er svolítið sérstakt að fara upp með ÍA og í raun súrsætt að hjálpa liðinu að komast úr fyrstu deildinni. Annars vegar finnst mér sorglegt að ÍA sé í fyrstu deild en að sama skapi ánægjulegt að hjálpa liðinu að komast í deild þeirra bestu þar sem mér finnst að liðið eigi heima.“

 

Sjá nánar spjall við Hjört í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is