Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
10. september. 2014 04:01

Leikfélag nemendafélags Menntaskóla Borgarfjarðar nefnt Sv1

Leikfélag Menntaskóla Borgarfjarðar hefur tekið upp nýtt nafn; Sv1. Er leikfélagið nefnt eftir Sveini Magnúsi Eiðssyni leikara, sem gjarnan skrifaði eigið nafn með þessum hætti. Sveinn fæddist í Miklaholtshreppi árið 1942 en fluttist til Borgarness 1960 þar sem hann tók svo virkan þátt í leiklistarstarfi Ungmennafélags Skallagríms. Í framhaldi af því varð Sveinn síðar farsæll leikari og lék meðal annars í nokkrum kvikmyndum Hrafns Gunnlaugssonar. Hans eftirminnilegasta hlutverk er án efa hlutverk hans sem kaupamaður í Óðali feðranna frá árinu 1980. Blaðamaður Skessuhorns hitti Rúnar Gíslason, nýskipaðan formanns Sv1, og ræddi við hann um nafnið og leikfélagið.

„Leikfélag nemendafélags Menntaskóla Borgarfjarðar var einfaldlega of langt og óþjált nafn. Við héldum því nafnakeppni á Facebook-síðu félagsins í þeirri von um að finna betra nafn. Ragnar Gunnarsson, leikari í Leikdeild Skallagríms, stakk upp á að skýra það Sv1 sem var einskonar óformlegt listamannsnafn Sveins heitins. Okkur í stjórn leikfélagsins fannst það alveg tilvalið nafn þar sem Sveinn var mjög hæfileikaríkur leikari en einnig var hann mjög ljúfur maður sem jafnframt ögraði samfélaginu á sinn hátt."

 

Nánar er rætt við Rúnar í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is